news

Alþjóðlegi Downs-dagurinn 21. mars

20. 03. 2019

Við ætlum að halda upp á alþjóðlega Downs-daginn á morgun, við hvetjum börnin að mæta í sitthvorum sokkum í tilefni dagsins.

Á morgun verður Alþjóðlegi Downs-dagurinn, en Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af aukalitningi í litningi 21, þ.e. þrjú eintök af litningi 21 - 21.03.

Fólk um allan heim klæðist mislitum sokkum í dag til að fagna og sýna samstöðu með margbreytileikanum.

© 2016 - 2020 Karellen