news

Dagur leikskólans

08. 02. 2019

S.l. miðvikudag (6. feb.) héldum við upp á dag leikskólans með alls konar vísinda- og hreyfismiðjum þar sem fróðleiksfús börn fengu að njóta sín. Við vorum t.d. að skoða vísindabækur, kasta boltum í límband, hoppa í rósablöðum, skoða skuggamyndir og sulla í maíssterkju-sulli!

Í hádeginu fórum við öll í Kiddasal og sungum saman.

Eldhúskonurnar bökuðu fyrir okkur dýrindis pönnukökur í tilefni dagsins.
© 2016 - 2019 Karellen