Gleðilegt ár

04. 01. 2019

Gleðilegt ár kæru fjölskyldur og forráðamenn og takk fyrir það gamla.

Núna fer rútínan að byrja á ný eftir yndislegt jólafrí. Pennahópur og Hljómsveit byrja á mánudagin (7. jan), stafur vikunnar verður Öö, Lubbi kemur í heimsókn á heimastofurnar og kennir okkur Öö. Bína heldur einnig sínu striki áfram, hún kennir okkur að sitja fallega, hlusta, muna, passa hendur o.fl.

© 2016 - 2019 Karellen