news

Lubbi finnur málbein

19. 09. 2018

Lubbi er íslenskur fjárhundur. Hann er duglegur að gelta og þá heyrist ,,voff - voff." En Lubba langar mikið til að læra að tala. Þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Hann veit að þegar hann hefur lært þau öll losnar um málbeinið og hann getur leyst frá skjóðunni. Hann hefur örugglega frá mörgu að segja.

Lubbi kemur vikulega í heimsókn inn á allar heimastofurnar og inn í Pennahóp. Hann kennir okkur hvað stafirnir heita, segir okkur litla sögu tengda stafi vikunnar, ferðast um Ísland og syngur með okkur.
Við erum farin á fullt í haust og erum búin að læra 5 stafi og erum að læra næstu tvo.
Þeir stafir sem við erum búin að læra eru Ii - Íí - Ss - Oo - Óó. Í þessari viku lærum við um Yy og Ýý.

Hér eru Yy og Ýý söngvarnir:

Í í * Ý ý

(Fljúga hvítu fiðrildin)

Íris kallar í, í, í,

í hvað þetta er gaman.

Ívar botnar ekkert í,

í öllu þessu saman.

--------------------------------

I i * Y y

(Yfir kaldan eyðisand)

Illa hnýtir Indriði

á sig fína bindið.

Imba flissar i hi hi,

i hi, þetta er fyndið.

© 2016 - 2020 Karellen