news

Vikan 19. - 23. ágúst

19. 08. 2019

Núna fer starfið okkar að fara á fullt aftur, nýjir nemendur eru að stíga sín fyrstu skref í leikskólanum og Pennahópur er farin af stað!
Í þessari viku ætlum við að læra tvo nýja stafi, Ii og Íí. Pennahópur hittist í Kiddasal í morgun kl 9:30 og vann með stafina, þau t.d. leiruðu stafina, skrifuðu o.fl. Lubbi kemur svo inn á heimastofur í samverustundum og kennir okkur staf vikunnar.

Á meðan sumarið lætur ennþá sjá sig, ætlum við að vera dugleg úti að leika. Það er samt alltaf gott að vera með pollaföt og stígvél í hólfinu, því einsog við þekkjum vel, getur rigningin allt í einu látið sjá sig.

© 2016 - 2021 Karellen