Febrúar
Berta bakaríisterta
Óli fór til Bertu bakaríistertu
og bað hana að kyssa sig.
Þá sagði Berta bakaríisterta
ekki nema - þú elskir mig.
Þá sagði Óli, sem alltaf var á hjóli
ó hvað ég elska þig.
Þá sagði Berta bakaríisterta
Þá máttu kyssa mig.
Ein stutt, ein löng
Ein stutt, ein löng,
hringur á stöng
og flokkur sem spilað’ og söng.
Penni og blað
og fata sem lak
Fata sem lak
og penni og blað.
Ein stutt ein löng,
hringur á stöng
og flokkur sem spilað’ og söng.
Hver var að hlæja
Hver var að hlæja, þegar ég kom inn,
kannski það hafi verið kötturinn.
Jæja, nú jæja, látum hann hlæja,
kannski hann hlæi ekki í annað sinn
Dagvísa og mánaðarvísa
Sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur,
miðvikudagur, fimmtudagur,
föstudagur og laugardagur,
og þá er vikan búin.
Janúar,
febrúar,
mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst,
september,
október,
nóvember og desember
Með vindinum þjóta skúraský
Með vindinum þjóta skúraský,
drýpur dropp, dropp, dropp,
drýpur dropp, dropp, dropp,
og droparnir hníga og detta' á ný,
drýpur dropp, dropp, dropp,
drýpur dropp, dropp, dropp.
Nú smáblómin vakna' eftir vetrarblund,
drýpur dropp, dropp, dropp,
drýpur dropp, dropp, dropp,
þau augun sín opna er grænkar grund,
drýpur dropp, dropp, dropp,
drýpur dropp, dropp, dropp.
Ég fór í dýragarð í gær
Ég fór í dýragarð í gær
og gettu hvað ég sá.
Ég fór í dýragarð í gær
og gettu hvað ég sá.
F-F-F-F
Fílinn þar ég sá!!
Allir hlæja á Öskudaginn
Allir hlæja´ á öskudaginn,
ó, hve mér finnst gaman þá.
Hlaupa lítil börn um bæinn
og bera poka til og frá.
Ó, mamma, gef mér rós í hárið á mér
Ó, mamma, gef mér rós í hárið á mér,
því tveir litlir strákar eru skotnir í mér.
Annar er blindur og hinn ekkert sér.
Ó, mamma, gef mér rós í hárið á mér
Þegiðu stelpa, þú færð enga rós
farðu heldur með henni Gunnu út í fjós
Þar eru kálfar og þar eru kýr,
þar eru fötur til að mjólka í.