KarellenLög foreldrafélags Vesturbergs frá mars 1998.

1. gr. Félagið heitir Foreldrafélag Vesturbergs.

2. gr. Félagsmenn eru allir foreldrar/forráðamenn barna á leikskólanum Vesturbergi ásamt starfsfólki.

3. gr. Markmið félagsins er að efla tengsl foreldra/forráðamanna innbyrðis svo og foreldra/forráðamanna og starfsfólks. Stuðlað verði að sem bestri samvinnu á milli þessara aðila til að tryggja sem best velferð barna á Vesturbergi.

4. gr. Markmið sínu hyggst félagið ná með því að :
a) hvetja for. /forráðamenn til að kynna sér og hafa áhrif á starfsemi og aðbúnað leikskólans.
b) auka umræðu um uppeldis - og leikskólamál og vinna að aukinni almennri þekkingu á þessum málum.
c) efla samstarf milli foreldrafélaga á svæðinu.

5.gr. Stjórn félagsins skal skipuð 5 fulltrúum for. /forráðamanna og 2 vara, 1 fulltrúa frá starfsfólki. Stjórnin kýs síðan úr röðum for. /forráðamanna formann, gjaldkera og ritara sem jafnframt er framkvæmdarstjórn félagsins og ber hún ábyrgð á málum félagsins og skal það bókað á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.

6. gr. Aðalfundur skal haldinn í febrúar ár hvert og skal hann boðaður með minnst viku fyrirvara. Dagskrá: 1. skýrsla stjórnar, 2. lagabreytingar, 3. ný stjórn kosin, 4. ákvörðun um félagsgjald, 5. önnur mál.

7. gr. Lögum félagsins er aðeins hægt að breyta á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða.

Foreldrafélag Vesturbergs var stofnað í janúar 1998 og er í Landssamtökum foreldrafélaga leikskóla (L.F.L).
Aðalfundur þess er haldinn í febrúar ár hvert og hér á heimasíðunni eru lög félagsins auk upplýsinga um hverjir eru í stjórn félagsins veturinn 2007 - 2008.

Gott samstarf er á milli félagsins og leikskólans og fulltrúi leikskólans situr alla fundi.

Við hjá foreldrafélaginu sjáum um að halda jólaball ár hvert fyrir börnin og hefur það vel til tekist. Einnig sjáum við um að skipuleggja vorferð og hefur til dæmis verið farið á hestbak, ferð útí sveit og síðasta vor var haldið í Húsdýragarðinn.

Þar að auki höfum við fengið ljósmyndara til að mynda börnin, gáfum kost á að kaupa flíspeysur síðasta ár með merkingu á og stóðum fyrir danskennslu fyrir börnin í leikskólanum.

Foreldrafélög á Suðurnesja svæðinu hittust og ákveðið var að samræma félagsgjöld foreldrafélaganna. Ákveðið var að gjaldið yrði 2500 krónur á fjölskyldu og foreldrafélag Vesturbergs hefur innheimt gjaldið á haustin. Félagsgjöldin eru ætluð til að bera kostnað af ýmsum uppákomum eða öðru sem félagið gerir í þágu barna okkar.

Ef foreldrar vilja koma einhverju á framfæri við stjórnina þá er það velkomið (hvort sem það er jákvætt eða neikvætt) því við sem foreldrar getum verið þrýstihópur um sem betur má fara/gera.

© 2016 - 2023 Karellen