Karellen

Hljómsveit

Við höfum gert nokkrar breytingar á starfinu í hjá okkur síðan framtíðarsýn Reykjanesbæjar í leik- og grunnskólum varð að veruleika eitt af því er verkefni sem við köllum Hljómsveit.

Verkefnið Hljómsveitin hófst í janúar 2015 í henni eru næst elsti árgangurinn í leikskólanum, hópurinn hittist tvisvar í viku í klukkustund í senn. Aðaláherslurnar er almenn málörvun þar sem við eflum orðaforða, hlustunarskilning, vinnum með stafina og málhljóðin, rím, samsett orð, vinnum með tölur og eflum talnaskilning.

Við styðjumst við ýmis námsefni; Orðaspjall sem er leið til að efla orðaforða og hlustunarskilning barna með lestri á bókum, Leikur að læra þar sem við leggjum áherslu á læsi og stærðfræði markmið með námsefninu Leikur að læra er að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri á læra í gegnum leiki og hreyfingu.

Leiðir

Leiðirnar sem við förum; að lesa og nota Orðaspjallsaðferðina, síðan förum við ýmist í æfingar t.d. að koma fram þar sem við stöndum í púltinu og segjum t.d. hvað við heitum, hvenær við eigum afmæli o.s.frv. eða skiptum okkur í nokkra litla hópa þar sem við leggjum áherslu á læsi og stærðfræði og leggjum á herslu á að læra í gegnum leikinn.

Þetta verkefni hefur gengið vonum framar börnin eru ánægð og spennt yfir þessum stundum og kennurum finnst stundirnar hafa jákvæð áhrif á þau. Þetta eru góður undirbúningur fyrir elstubarna verkefni í Pennahóp. Kennararnir í Pennahóp eru strax byrjaðir að undirbúa sig með meira krefjandi verkefni fyrir þessi duglegu börn.

Við stefnum að sjálfsögðu á að halda ótrauð áfram með komandi árganga.

Til fróðleiks;

http://lesvefurinn.hi.is/node/240

http://www.leikuradlaera.is/

http://nyskopunarvefur.is/framtidarsyn_reykjanesbaejar_gards_og_sandgerdis_i_menntamalum

© 2016 - 2023 Karellen