Karellen

Lubbi finnur málbein

Við hér í Vesturbergi eigum svo góðan hund sem heitir Lubbi sem kemur í heimsókn inn á allar
heimastofur og kennir okkur íslensku málhljóðin. Það gerir hann með stuttri sögu, vísu eftir Þórarin
Eldjárn og myndum eftir Freydísi Kristjánsdóttir. Bókin er hugsuð til málörvunar og hljóðnáms fyrir
börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Rannsóknir sýna að hljóðnám eflir hljóðkerfisvitund barna og
leggur góðan grunn að lestrarnámi. Efnið stuðlar að auðugri orðaforða og ýtir undir skýrari framburð.
Í Pennahóp notum við líka Íslandskort til að fylgjast með ferðum Lubba þegar hann leggur stafinn inn.
Til dæmis ferðast hann til Loðmundarfjarðar þegar hann kennir okkur L. Lubbi er skemmtilegt
námsefni sem gaman er að vinna með.

Heimasíða Lubba er www.lubbi.is


© 2016 - 2023 Karellen