Karellen


Pennahópur

Í Pennahóp eru elstu nemendur Vesturbergs, þau koma saman fjórum sinnum í viku og æfa ýmislegt tengt læsi, stærðfræði, sköpun, samvinnu og fleira. Meðal annars er haft að leiðarljósi að efla sjálfsmynd barnanna, virðingu fyrir fjölmenningalegu samfélagi og umhverfi með lýðræðislegum hætti.
Markmið
Í Pennahóp er lögð áhersla á læsi og stærðfræði en einnig á sköpun, hreyfingu og samvinnu. Einnig er markmið að æfa hópinn fyrir komandi grunnskólagöngu og gera þau öruggari fyrir þær breytingar sem framundan eru. Markmiðið er að barnið sé læst á sjálft sig og fari öruggara á næsta skólastig.

Leiðir
Við upphaf vikunnar eru lagðir inn bókstafir sem unnið er með þá vikuna. Kennsluaðferð Helgu Sigurjónsdóttur er notuð við innlögnina. Auk þess er unnið markvisst með stærðfræði verkefni meðal annars með bókinni Kátt er í kynjadal.Vettvangsferðir er farnar að minnsta kosti einu sinni í viku með áherslu á bókstaf vikunnar auk stærðfræðinnar. Ýmis efniviður er nýttur í vinnunni og má nefni Lubbi finnur málbeinið og Numicon-kubbar. Megin áhersla er lögð á læsi og stærðfræði í vinnu með Pennahóp.
Sköpun er stór þáttur í vinnu Pennahóps og eru mörg listaverkin sem líta dagsins ljós í þeirra höndum með margvíslegum efnivið. Við innlögn bókstafsins er dregið til stafs og fá meðlimir Pennahópsins næg tækifæri til að æfa sig.
Mikilvægi hreyfingar er í hávegum höfð og er iðkuð hreyfing reglulega bæði innanhúss og utan.


© 2016 - 2023 Karellen