Karellen
news

Bleikur dagur í Vesturbergi

14. 10. 2022

Við í Vesturbergi héldum upp á Bleikan október þar sem börnin og starfsmenn mættu í einhverju bleiku. Það var ofboðslega gaman að horfa yfir húsið og sjá alla í bleiku. Þau fengu dansiball í Kiddasal og borðuðu svo hádegismat sem var auðvitað bleikur grjónagrautur og voru allir mjög sáttir með það.

Eigiði góða helgi og njótið!

Vesturberg


© 2016 - 2023 Karellen