Karellen
news

Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur

03. 03. 2023

Í lok febrúar var heldur betur líf og fjör hjá okkur í Vesturbergi! Krakkarnir fengu að bjóða fjölskyldum sínum í heimsókn og þar voru bollur og kaffi í boði. Þetta var yndislegur dagur og alltaf jafn gaman að hafa fullt hús af fólki hjá okkur. Næst var svo sprengidagur þar sem börin fengu saltkjöt og baunir í hádeginu, en því miður var það ekkert alltof vinsælt. Svo var loksins komið að Öskudeginum sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum því þeim finnst ekki leiðilegt að klæða sig í búninga og hafa gaman. Allir fengu að slá köttinn úr tunnunni, og sem betur fer var enginn köttur þar heldur fengu þau snakk sem var mjög vinsælt. Loks endaði þessi stund með dansiballi í Kiddasal og pulsur í hádeginu.

© 2016 - 2023 Karellen