Í dag er svo Dagur íslenskrar tungu og í tilefni þess var hátíð í Kiddasal
Jónas Hallgrímsson og drengurinn mættu í heimsókn og við fórum öll saman með vísuna Buxur, vesti, brók og skór
Síðan var stór stund þegar við fengum að fara upp a svið og flytja atriði fyrir allan leikskólann og þau stóðu sig eins og hetjur!
Jónas og drengurinn buðu svo öllum upp á flatkökur með hangikjöti, þvílík veisla
Við erum aðeins farin að byrja að undirbúa jólin og erum undanfarna daga búin að vera að útbúa jólagjafirnar handa foreldrum mikið föndur og áherslan lögð á að eiga notalegar stundir saman ….það er samt algjört leyndó hvað leynist í pakkanum