Hún Brynja leikskólastjóri fékk ofboðslega fallega spurningu um daginn, ''hvenær verður náttfatadagur í leikskólanum?'' Og auðvitað redduðum við náttfatadegi fyrir börnin. Allir fengu að mæta í náttfötum og ekki var nú verra að kennararnir voru líka í náttfötum. Við áttum yndislega stund í Kiddasal þar sem börnin hlustuðu á sögur af jólasveinunum og sungu og dönsuðu með jólalögum.
Eigið yndislegt helgarfrí
- Vesturberg