Það styttist í páskafrí og mikil spenna er í loftinu. Í útiveru í dag var páskaeggjaleit fyrir krakkana sem var sett upp á mjög skemmtilegan og spennandi hátt.
Krakkarnir fengu að vita að við kennararnir værum búnar að fela köngla um allt útisvæðið. Þau máttu finna einn köngull og fara með hann í hólfið sitt og í verðlaun fengu þau að borða eitt páskaegg í samverustund með kennurunum sínum. Börnunum fannst þetta ofboðslega gaman og fengu þau öll að njóta vel, því það eru nú bara páskar einu sinni á ári.
Föstudagur 8. apríl 2022
Leikskólinn Vesturberg